Saturday, 9 June 2007

Mr. & Mrs. Excel

Þessi (þar til núna prívat-) síða um sumarfríið okkar er fyrir þeim sem þekkja okkur hjónakornin ákaflega lýsandi dæmi um það hversu ótrúlega skipulögð við erum og skýrir væntanlega fyrir öðrum hvers vegna sumir vísa til okkar sem Excel-parsins. Við höldum því ótrauð fram að gott skipulag einfaldi lífið fremur en hitt og kjósum einmitt einfalt líf framar öðru (þó með nægu rými fyrir dálitla sérvisku).

Hér til hægri eru tenglar á áfangastaðina sem við ætlum að heimsækja og var raðað inn fyrir þó nokkru, þegar við byrjuðum að hugsa til norðurfarar og vildum hafa fyrir augunum hvað væri helst í boði í Hálöndunum og eyjunum norðan og vestan við Skotlands. Þetta er því ekki hefðbundin bloggsíða og ekki meiningin að stinga neinu nýju hér inn en þau sem hafa fetískan áhuga á að vita hvar við erum hvaða dag (til dæmis mamma mín) geta þá séð það hér og flett í gegnum tenglana og séð hvernig Skotar fara að því að laða ferðamenn að þessu landssvæði sem er um margt líkt okkar ástkæru fósturmold, þéttbýlla þó til muna.

Áhugafólk um olíuhreinsistöðvar, álverksmiðjur og aðra stóriðju í hverjum firði Fróns gæti vísast eitthvað af þeim skosku lært um hvaða efnislega hag má hafa af náttúrufegurð og miðlun á sögu og menningu í fámennari byggðarlögum. Meira um það og allt annað síðar, því nú höldum við í langþráð fríið.

Sunday, 6 May 2007

10. júní sunnudagur

Lagt af stað frá Waverley Station, Edinborg til Inverness
brottför kl. 9.25. Koma til Inverness kl.13.09.

Gisting í Royston Guest House,
16 Millburn Rd. Inverness.

11. júní mánudagur

Inverness, höfuðstaður Hálandanna, skoðaður.

12. júní þriðjudagur






















Til Orkneyja með rútu - ferju - rútu frá Inverness.

Brottför rútu frá Inverness Bus Station kl. 14.20 Komið til John O´Groats kl. 16

Ferja til Burwick (eyja tengd Mainland með brú) eftir 40 mín. sjóferð.

Rúta til Kirkwall, stærsta bæjar Orkney Mainland, koma eftir 40 mín. akstur kl.19.30

13. júní miðvikudagur

Kirkwall og/eða Stromness skoðaðir.

Kirkwall: St.Magnus Cathedral í miðbænum og Earl´s Palace 12. og 17. aldar höll og rúst þar skammt frá.

14. júní fimmtudagur

Wildabout Orkney Tours: Michael og Christie leiðsögufólk.

Sótt 9.40 eða farið í rútu við St. Magnus Cathedral í miðbæ Kirkwall
og komið til baka um fimmleytið.

Scapa Flow
Unstan Tomb
Maeshowe
Standing Stones of Stenness
Ring of Brodgar
Skara Brae
Skaill House
Birsay Moors
Broch of Gurness

15. júní föstudagur

Wildabout Orkney Tours:
Brottför 9.40 sótt/v/St.Magnus Cathedral í Kirkwall
Komið til baka um 13.30

"Neolithic to 20th Century"

Italian Chapel
Churchill Barriers and Scapa Flow
Tomb of the Eagles